
Þór/KA hefur ekki gengið sérlega vel í Pepsi Max-deild kvenna og var að bæta við sig enskum sóknarmanni sem kemur frá Huddersfield Town.
Georgia Stevens er tvítug og kemur frá Liverpool. Hún ólst upp hjá Everton og Liverpool og var svo markahæsti leikmaður í varaliði Blackburn á táningsárunum. Átján ára gömul skrifaði hún undir samning við Sheffield United og fór svo yfir til Huddersfield.
Georgia er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Ultimate Goal á BT Sport og er þar komin í 31-manna úrslit.
Þór/KA er í sjöunda sæti Pepsi Max-deildar kvenna, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Akureyringar eru þó komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins og er Georgia þegar komin með leikheimild.
Ekki er tekið fram hvenær Georgia kom til landsins svo óljóst er hvort hún getur tekið þátt í útileiknum gegn Fylki á sunnudaginn.
Enski framherjinn Georgia Stevens hefur skrifað undir samning við Þór/KA og hefur fengið leikheimild með liðinu. Hún er tvítug og kemur til okkar frá Huddersfield Town. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/EB6eWp8gpn
— Þór/KA (@thorkastelpur) September 4, 2020
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir