sun 04. september 2022 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Diego Costa á reynslu hjá Wolves
Diego Costa
Diego Costa
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves er að skoða það að fá Diego Costa á frjálsri sölu en það er David Ornstein hjá Athletic sem greinir frá.

Wolves keypti Sasa Kalajdzic frá Stuttgart undir lok gluggans en hann meiddist í leik liðsins við Southampton og verður líklega frá næstu mánuði. Mikil þörf er á framherja en félagið ætlar að fá mann sem þekkir úrvalsdeildina vel.

Samkvæmt Athletic er félagið búið að ræða við Diego Costa, fyrrum leikmann Atlético Madríd og Chelsea.

Costa, sem er 33 ára, mun fara á reynslu hjá Wolves í nokkra daga til að sjá ástandið á honum og einnig til að meta hvort hann henti leikstíl liðsins.

Framherjinn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf brasilíska félagið Atletico Mineiro í byrjun ársins.

Costa á 24 landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 10 mörk í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner