Eitt furðulegasta rauða spjald fótboltasögunnar leit dagsins ljós í forkeppni enska FA bikarsins þar sem utandeildarliðin Shepton Mallet FC og Blackfield & Langley FC mættust í gær.
Liðin gerðu markalaust jafntefli en Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley, var rekinn af velli fyrir að kasta af sér þvagi í miðjum leik.
Conor McCarthy, knattspyrnustjóri Blackfield & Langley, spjallaði við BBC Sport eftir leikinn.
„Boltinn fór út í markspyrnu og markmaðurinn þurfti að fara á klósettið þannig hann fór upp við limgerði hjá markinu og byrjaði að kasta af sér þvagi. Þá byrjuðu leikmennirnir að kalla 'hvað er hann að gera?' og dómarinn fór að athuga málið," sagði McCarthy
„Dómarinn fór upp að honum og ákvað að reka hann af velli. Ég var mjög hissa með þessa ákvörðun og allir innan félagsins eru það einnig.
„Ég skil Maseko alveg, stundum þarf maður bara að pissa."
76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet
— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022
The replay of “urinate gate” is Tuesday 6th September as @bandlfc make the trip back to The Playing Fields in the @EmiratesFACup. After an unusual red card in the first tie (possibly a first) we are looking for a match sponsor. Plumbers or portaloo companies, take advantage!
— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022
Today's entertaining draw in @EmiratesFACup ...
— Blackfield & Langley FC (@bandlfc) September 3, 2022
Big shout out to @Mallet_AFC a great setup 👌 changing rooms spotless 👏
See you Tuesday evening ( hopefully get plenty of toilet breaks on route )
😉🤣 #TheWatersiders 🟢⚪ pic.twitter.com/g7tgRuw8OZ