William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   mið 04. september 2024 10:08
Elvar Geir Magnússon
Markvarðaþjálfari KA í tveggja leikja bann og er nálægt öðru banni
Michael Charpentier Kjeldsen.
Michael Charpentier Kjeldsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KA og Breiðabliks.
Úr leik KA og Breiðabliks.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Aganefnd KSÍ hefur dæmt markvarðaþjálfara KA, Michael Charpentier Kjeldsen eða Kappa eins og hann er iðulega kallaður, í tveggja leikja bann.

Kappa, sem hóf störf hjá KA í janúar, fékk rauða spjaldið eftir 2-3 tap KA gegn Breiðabliki síðasta sunnudag en eftir úrslitin er ljóst að KA fer aftur í neðri hluta Bestu deildarinnar.

Þetta var annað rauða spjald Kappa í deildinni og því fær hann tveggja leikja bann. Auk þessara rauðu spjalda er Kappa að auki búinn að safna þremur gulum spjöldum og er því aðeins einni áminningu frá sínu þriðja banni.

Á meðan Kappa hefur verið duglegur að safna spjöldum þá hefur Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins ekki fengið áminningu á tímabilinu.

Báðu um víti svona 28 sinnum í leiknum
KA-menn voru ósáttir með að hafa ekki fengið vítaspyrnu gegn Breiðabliki í stöðunni 2-2.

„Ég sé það ekki frá bekknum. Þeir báðu um víti svona 28 sinnum í leiknum, ég þarf að skoða öll þessi atvik og svara þér svo," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks í viðtali eftir leikinn.

Í Innkastinu hér á Fótbolta.net voru menn sammála um að vítaköll KA hefðu ekki átt rétt sér.

„Ef þeir eru að tala um það þegar Viðar er með hann í bakinu, mér finnst þetta svo langt frá því að vera víti. Bara langt frá því að vera víti," sagði Valur Gunnarsson í þættinum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
2.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner