Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   mið 04. september 2024 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson var kátur og afslappaður þegar Fótbolti.net ræddi við hann á æfingu U21 árs landsliðsins í Víkinni í dag.

Hann og félagar hans í U21 eru að á leið í tvo risastóra leiki í undankeppni Evrópumótsins, en sá fyrri er gegn Dönum á föstudag og síðari gegn Wales á þriðjudag.

Hver einasti leikur í undankeppninni virkar sem úrslitaleikur, þar sem Ísland er í 3. sæti og fimm stigum á eftir Dönum og Wales.

Róbert er glaður með að vera kominn heim og segist spenntur fyrir komandi verkefni.

„Virkilega vel. Alltaf geggjað að koma heim og fá tvo heimaleiki, þannig maður er virkilega spenntur. Það toppar ekkert veðrið á Íslandi.“

„Sérstaklega þessir tveir leikir við liðin fyrir ofan okkur. Ég held að við getum klárlega gert góða hluti á móti þeim og komið okkur í góða stöðu.“

„Við erum að fara í báða þessa leiki til að fá þrjú stig hérna á heimavelli. Það þýðir ekkert annað, vinna þá og þá erum við í helvíti góðri stöðu. Við þurfum að undirbúa okkur vel og gera okkur klára,“
sagði Róbert Orri.

Ólafur Ingi Skúlason tók við U21 í sumar af Davíð Snorra Jónassyni sem gerðist aðstoðarþjálfari A-landsliðsins. Róbert finnur ekki mikinn mun á þessum þjálfaraskiptum.

„Bara vel. Davíð frábær og Óli að koma virkilega vel inn. Mér líður ekkert eins og við séum að gera eitthvað öðruvísi, bara mjög fínt að fá Óla inn. Hann er með góðar áherslur og þetta verður spennandi.“

„Ég held að landsliðin séu oftast með svipaðar áherslur og þótt að Óli sé vissulega með eitthvað aðeins öðruvísi en Davíð þá er þetta í grunninn voðalega mikið það sama sem margir þekkja, sem hafa verið með Óla, ættu að þekkja þetta vel.“


Komið gott í Montreal

Róbert Orri er á mála hjá Montreal í Kanada. Hann náði aldrei festa fast sæti í byrjunarliðinu og fékk mínútur hér og þar.

Hann var ósáttur við stöðuna og var nálægt því að ganga í raðir Haugesund á síðasta ári, en það varð ekkert úr skiptunum og þurfti hann að dúsa aðeins lengur hjá Montreal.

Það var síðan í apríl á þessu ári sem hann fékk leyfi til að fara til Kongsvinger í norsku B-deildinni. Montreal lánaði hann út tímabilið í Noregi, Róberti til mikillar hamingju.

„Mér hefur liðið frábærlega þar. Miklu betra en það sem var af áður. Allt annað að fá að spila allar vikur og bara geðveikt. Þetta er mikil breyting og mér leið mjög vel þarna. Allt annað að vera spila og fá að bæta sig almennilega, ekki bara að sitja á bekknum og horfa á. Þetta var komið gott í Montreal,“ sagði Róbert, sem mun síðan skoða stöðuna aftur eftir tímabilið.

„Nei, ekki meira en það að ég er út tímabilið og síðan þurfum við að sjá hvað gerist eftir það. Ég var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal og fá ekkert að spila en er loksins farinn að hafa svolítið gaman að þessu og líður mjög vel í Kongsvinger.“

Róbert er ánægður með lífið í Kongsvinger. Umhverfið minnir hann á Ísland og væri hann vel til í að vera áfram, það er að segja með einu skilyrði.„Ef við förum upp þá væri ég til í það [að vera áfram].“

„Þetta er allt öðruvísi. Það búa eitthvað um tuttugu þúsund manns þarna. Voðalega rólegt og líkt Íslandi sem ég fíla. Aðeins öðruvísi en var áður. Það var stórborg og ég held að ég fúnkeri betur í litlum bæ og svona kósý stemning,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir