Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildinna
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að við eigum stúkuna eins og við áttum hana í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
banner
   mið 04. september 2024 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson var kátur og afslappaður þegar Fótbolti.net ræddi við hann á æfingu U21 árs landsliðsins í Víkinni í dag.

Hann og félagar hans í U21 eru að á leið í tvo risastóra leiki í undankeppni Evrópumótsins, en sá fyrri er gegn Dönum á föstudag og síðari gegn Wales á þriðjudag.

Hver einasti leikur í undankeppninni virkar sem úrslitaleikur, þar sem Ísland er í 3. sæti og fimm stigum á eftir Dönum og Wales.

Róbert er glaður með að vera kominn heim og segist spenntur fyrir komandi verkefni.

„Virkilega vel. Alltaf geggjað að koma heim og fá tvo heimaleiki, þannig maður er virkilega spenntur. Það toppar ekkert veðrið á Íslandi.“

„Sérstaklega þessir tveir leikir við liðin fyrir ofan okkur. Ég held að við getum klárlega gert góða hluti á móti þeim og komið okkur í góða stöðu.“

„Við erum að fara í báða þessa leiki til að fá þrjú stig hérna á heimavelli. Það þýðir ekkert annað, vinna þá og þá erum við í helvíti góðri stöðu. Við þurfum að undirbúa okkur vel og gera okkur klára,“
sagði Róbert Orri.

Ólafur Ingi Skúlason tók við U21 í sumar af Davíð Snorra Jónassyni sem gerðist aðstoðarþjálfari A-landsliðsins. Róbert finnur ekki mikinn mun á þessum þjálfaraskiptum.

„Bara vel. Davíð frábær og Óli að koma virkilega vel inn. Mér líður ekkert eins og við séum að gera eitthvað öðruvísi, bara mjög fínt að fá Óla inn. Hann er með góðar áherslur og þetta verður spennandi.“

„Ég held að landsliðin séu oftast með svipaðar áherslur og þótt að Óli sé vissulega með eitthvað aðeins öðruvísi en Davíð þá er þetta í grunninn voðalega mikið það sama sem margir þekkja, sem hafa verið með Óla, ættu að þekkja þetta vel.“


Komið gott í Montreal

Róbert Orri er á mála hjá Montreal í Kanada. Hann náði aldrei festa fast sæti í byrjunarliðinu og fékk mínútur hér og þar.

Hann var ósáttur við stöðuna og var nálægt því að ganga í raðir Haugesund á síðasta ári, en það varð ekkert úr skiptunum og þurfti hann að dúsa aðeins lengur hjá Montreal.

Það var síðan í apríl á þessu ári sem hann fékk leyfi til að fara til Kongsvinger í norsku B-deildinni. Montreal lánaði hann út tímabilið í Noregi, Róberti til mikillar hamingju.

„Mér hefur liðið frábærlega þar. Miklu betra en það sem var af áður. Allt annað að fá að spila allar vikur og bara geðveikt. Þetta er mikil breyting og mér leið mjög vel þarna. Allt annað að vera spila og fá að bæta sig almennilega, ekki bara að sitja á bekknum og horfa á. Þetta var komið gott í Montreal,“ sagði Róbert, sem mun síðan skoða stöðuna aftur eftir tímabilið.

„Nei, ekki meira en það að ég er út tímabilið og síðan þurfum við að sjá hvað gerist eftir það. Ég var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal og fá ekkert að spila en er loksins farinn að hafa svolítið gaman að þessu og líður mjög vel í Kongsvinger.“

Róbert er ánægður með lífið í Kongsvinger. Umhverfið minnir hann á Ísland og væri hann vel til í að vera áfram, það er að segja með einu skilyrði.„Ef við förum upp þá væri ég til í það [að vera áfram].“

„Þetta er allt öðruvísi. Það búa eitthvað um tuttugu þúsund manns þarna. Voðalega rólegt og líkt Íslandi sem ég fíla. Aðeins öðruvísi en var áður. Það var stórborg og ég held að ég fúnkeri betur í litlum bæ og svona kósý stemning,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner