Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 04. október 2016 19:05
Magnús Már Einarsson
Lukas Hradecky: Ég var aðdáandi Íslands á EM
Icelandair
„Þetta er fyrsta skipti sem ég kem til Íslands. Ég hlakka til að hitta heimsfrægu stuðningsmennina ykkar og spila á ykkar sterka heimavelli þar sem Ísland hefur ekki tapað í 2-3 ár," sagði Lukas Hradecky, markvörður finnska landsliðsins, í viðtali nú síðdegis. Lukas er

„Við vitum hvað Ísland hefur afrekað en við komum ekki hingað til að hneigja okkur og bera of mikla virðingu fyrir þeim. Okkur líður vel með að koma hingað og reyna að vinna leikinn," sagði Lukas sem fylgdist vel með Íslandi á EM í sumar.

„Ég var aðdáandi Íslands í sumar. Þetta lætur okkur dreyma líka. Það er frábært fyrir Evrópou að sjá litla fótboltaþjóð eins og Ísland ganga vel á stórmóti," sagði Lukas sem vonar að Finnar geti gert eins og Ísland og komist á stórmót í framtíðinni.

„Eins og ég horfi á þetta þá erum við með svipaða leikmenn. Finnar hafa aldrei komist á stórmót en einhverntímann gerist nýtt kraftaverk. Við byrjum á að reyna að vinna Ísland og komast áfram."

Smeykur við föstu leikatriðin
Hvaða leikmenn telur Lukas að Finnar þurfi helst að varast? „Ég er frekar bjartsýnn því að góðvinur minn, Arnór Smárason, er ekki í liðinu," sagði Lukas og hló en hann spilaði með Arnóri hjá Esbjerg á sínum tíma.

„Gylfi Sigurðsson er auðvitað hættulegur. Við þurfum að passa okkur á að gefa ekki of mörg horn og aukaspyrnur. Allir þekkja líka löngu innköstin hjá Íslandi og við reynum kannski bara að halda boltanum innan vallar í 90 mínutur."

Vill vinna 1-0 fyrir stuðningsmennina
Stuðningsmenn finnska landsliðsins ætla að fjölmenna á leikinn á Laugardalsvelli á fimmtudag.

„Það eru 1000 stuðningsmenn að koma og vonandi verður þetta góður fótboltaleikur. Vonandi höldum við hreinu, við vinnum 1-0 og finnsku stuðningsmennirnir geta notið lífsins í Reykjavík í kjölfarið," sagði Lukas brattur að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner