
„Þetta er fyrsta skipti sem ég kem til Íslands. Ég hlakka til að hitta heimsfrægu stuðningsmennina ykkar og spila á ykkar sterka heimavelli þar sem Ísland hefur ekki tapað í 2-3 ár," sagði Lukas Hradecky, markvörður finnska landsliðsins, í viðtali nú síðdegis. Lukas er
„Við vitum hvað Ísland hefur afrekað en við komum ekki hingað til að hneigja okkur og bera of mikla virðingu fyrir þeim. Okkur líður vel með að koma hingað og reyna að vinna leikinn," sagði Lukas sem fylgdist vel með Íslandi á EM í sumar.
„Ég var aðdáandi Íslands í sumar. Þetta lætur okkur dreyma líka. Það er frábært fyrir Evrópou að sjá litla fótboltaþjóð eins og Ísland ganga vel á stórmóti," sagði Lukas sem vonar að Finnar geti gert eins og Ísland og komist á stórmót í framtíðinni.
„Eins og ég horfi á þetta þá erum við með svipaða leikmenn. Finnar hafa aldrei komist á stórmót en einhverntímann gerist nýtt kraftaverk. Við byrjum á að reyna að vinna Ísland og komast áfram."
Smeykur við föstu leikatriðin
Hvaða leikmenn telur Lukas að Finnar þurfi helst að varast? „Ég er frekar bjartsýnn því að góðvinur minn, Arnór Smárason, er ekki í liðinu," sagði Lukas og hló en hann spilaði með Arnóri hjá Esbjerg á sínum tíma.
„Gylfi Sigurðsson er auðvitað hættulegur. Við þurfum að passa okkur á að gefa ekki of mörg horn og aukaspyrnur. Allir þekkja líka löngu innköstin hjá Íslandi og við reynum kannski bara að halda boltanum innan vallar í 90 mínutur."
Vill vinna 1-0 fyrir stuðningsmennina
Stuðningsmenn finnska landsliðsins ætla að fjölmenna á leikinn á Laugardalsvelli á fimmtudag.
„Það eru 1000 stuðningsmenn að koma og vonandi verður þetta góður fótboltaleikur. Vonandi höldum við hreinu, við vinnum 1-0 og finnsku stuðningsmennirnir geta notið lífsins í Reykjavík í kjölfarið," sagði Lukas brattur að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir