Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 04. október 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Birkir Már um landsliðið: Alltaf tilbúinn ef kallið kemur
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður leikur svona heilt yfir hjá okkur. Það komu kaflar sem mér fannst við ekki nógu beittir en 6-0 sigur og við héldum hreinu. Þannig ég er heilt yfir ánægður." sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Vals eftir 6-0 sigurinn á Gróttu á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

Valsmenn áttu kafla í bæði fyrri og síðari hálfleik þar sem Grótta voru betri en fyrir utan það sýndi liðið frábæra frammistöðu í kvöld. Birkir Már segir að það sé frábært að spila fyrir aftan fremstu menn Vals.

„Það er frábært, ógeðslega gaman að spila með Aroni sérstaklega á mínum kannti, náum vel saman og hann er búin að vera stórkostlegur allt tímabilið og svo tengir hann mjög vel við Kidda, Patrick og Sigga. Það er draumur að vera í svona góðu liði."


Birkir Már var valinn í landsliðshóp Íslands en framundan eru þrír landsleikir gegn Rúmenum, Dönum og Belgum. Birkir Már var spurður út í aðdragandan

„Í rauninni, það sem ég sagði þar var í rauninni bara rétt, ég var ekkert búin að vera í hóp og hélt þetta væri búið og fór bara að einbeita mér að því að spila með Val, en svo fékk ég símtal frá þjálfurunum og þeir sögðu mér að ég væri í hópnum þá var ég náttúrulega bara mjög glaður, þó svo ég hafi ekki pælt mikið í því þá var ég alltaf að fara gefa kost á mér, ef þeir myndu vilja mig í hópinn."

Birkir Már var spurður hvort þetta hafi verið auðveld ákvörðun eftir að símtalið kom.

„Já, ég er alltaf tilbúin að fara að spila fyrir landsliðið ef kallið kemur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner