Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 04. október 2020 21:55
Anton Freyr Jónsson
Birkir Már um landsliðið: Alltaf tilbúinn ef kallið kemur
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður leikur svona heilt yfir hjá okkur. Það komu kaflar sem mér fannst við ekki nógu beittir en 6-0 sigur og við héldum hreinu. Þannig ég er heilt yfir ánægður." sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Vals eftir 6-0 sigurinn á Gróttu á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

Valsmenn áttu kafla í bæði fyrri og síðari hálfleik þar sem Grótta voru betri en fyrir utan það sýndi liðið frábæra frammistöðu í kvöld. Birkir Már segir að það sé frábært að spila fyrir aftan fremstu menn Vals.

„Það er frábært, ógeðslega gaman að spila með Aroni sérstaklega á mínum kannti, náum vel saman og hann er búin að vera stórkostlegur allt tímabilið og svo tengir hann mjög vel við Kidda, Patrick og Sigga. Það er draumur að vera í svona góðu liði."


Birkir Már var valinn í landsliðshóp Íslands en framundan eru þrír landsleikir gegn Rúmenum, Dönum og Belgum. Birkir Már var spurður út í aðdragandan

„Í rauninni, það sem ég sagði þar var í rauninni bara rétt, ég var ekkert búin að vera í hóp og hélt þetta væri búið og fór bara að einbeita mér að því að spila með Val, en svo fékk ég símtal frá þjálfurunum og þeir sögðu mér að ég væri í hópnum þá var ég náttúrulega bara mjög glaður, þó svo ég hafi ekki pælt mikið í því þá var ég alltaf að fara gefa kost á mér, ef þeir myndu vilja mig í hópinn."

Birkir Már var spurður hvort þetta hafi verið auðveld ákvörðun eftir að símtalið kom.

„Já, ég er alltaf tilbúin að fara að spila fyrir landsliðið ef kallið kemur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner