Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. október 2020 17:37
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem Man Utd fær fjögur mörk á sig fyrir leikhlé
Mynd: Getty Images
Manchester United steinlá er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rauðu djöflarnir tóku forystuna snemma leiks en gestirnir frá London sneru stöðunni við og var staðan orðin 1-2 eftir sjö mínútur.

Þegar Anthony Martial fékk beint rautt spjald varð róðurinn þungur fyrir Man Utd og bættu gestirnir tveimur mörkum við fyrir leikhlé.

Það var í fyrsta sinn sem Man Utd fær fjögur mörk á sig í fyrri hálfleik í ensku úrvalsdeildinni, eftir næstum 1100 leiki í keppninni.

Þetta var þriðji leikur Man Utd á úrvalsdeildartímabilinu og er liðið aðeins með þrjú stig eftir heppnissigur gegn Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner