Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 04. október 2020 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Ef þetta væri sonur minn hefði ég lokað hann í risinu
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir vandræðalegt 1-6 tap gegn Tottenham þar sem tíu leikmenn Manchester United voru flengdir á heimavelli.

Tottenham var með eins marks forystu þegar Anthony Martial var rekinn af velli fyrir að setja hendi í andlit Erik Lamela innan vítateigs. Engin vítaspyrna var dæmd þar sem boltinn var ekki í leik.

Solskjær segist skilja að Martial hafi fengið rautt spjald en hann er gríðarlega ósáttur með hegðun Lamela og segir að hann myndi loka son sinn inni án matar ef hann myndi láta svona í fótboltaleik.

„Þetta er eins og tvíeggja sverð. Anthony, þú gerðir vel að láta þig ekki falla þegar strákurinn lamdi þig í hálsinn en þú áttir ekki að bregðast við með að slá hann til baka. Ef þú gerir það þá er alltaf möguleiki á að vera rekinn útaf," sagði Solskjær að leikslokum.

„Ef þetta (Lamela) væri sonur minn þá hefði ég lokað hann í risinu í tvær vikur án matar. Þú lætur þig ekki falla svona, alls ekki. Þetta er algjör brandari."
Athugasemdir
banner
banner