„Hann er sjóðandi heitur og er fáránlega góður, akkúrat það sem ég vissi að væri í honum," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn OB á mánudag. Þjálfarinn var spurður út í Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði seinna mark Lyngby í leiknum en Andri er lánsmaður frá sænska félaginu Norrköping. Hann kom til Danmerkur í ágúst.
„Ég sagði við hann á einhverjum tímapunkti að við þyrftum að taka því rólega, ná þessu á þremur mánuðum eða kannski sex. Það tók þrjá daga. Þetta eru ekki bara mörkin, öll vinnan sem hann leggur á sig, hvernig hann heldur í boltann, er geggjaður í loftinu og strákarnir elska að spila með honum. Þetta er meiriháttar. Allt sem dettur fyrir hann verður að marki."
Freyr sagði frá því í síðustu viku að hann vildi kaupa Andra til Lyngby. Framherjinn hefur skorað í fimm leikjum í röð og sjö mörk í síðustu sjö leikjum sínum.
Þjálfarinn var spurður hvort það væri einhver þróun á viðræðunum við Norrköping.
„Við erum með samning við þá, við þurfum að vinna nokkra leiki, fá fleiri peninga í kassann og svo leysum við hann út. Ég held þetta snúist um að ná í þessar síðustu krónur til að leysa hann út. Svo þarf náttúrulega að semja við hann líka," sagði Freysi.
03.10.2023 10:44
Velur Age sjóðheitan Andra Lucas? - „Er fáránlega góður"
02.10.2023 22:24
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Stöðutaflan
Danmörk
Superliga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir