Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 04. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Kvenaboltinn
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að sannast í sumar að þetta eru tvö bestu lið landsins. Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leik, Blika og Valsara og áhugafólk um fótbolta," sagði Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað.

„Ef við hefðum misstígið okkur í aðdraganda þessa leiks, þá hefði hann ekki verið stór. Þá hefðum við glatað tækifærinu að gera þetta að úrslitaleik. Við höfum bara verið að hugsa um einn leik í einu, eins og gamla klisjan er."

Breiðablik hefði getað orðið Íslandsmeistari í síðustu umferð ef Valur hefði misstigið sig gegn Víkingum. Var mikil pressa fyrir þann leik sérstaklega?

„Nei, ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað. Það komu einhverjar fyrirsagnir um að skjöldurinn gæti farið á loft en það var alltaf í okkar höndum að hann færi ekki á loft. Við sáum til þess að þetta væri úrslitaleikur."

Ég vil bara fá fulla stúku
Valur þarf að sækja til sigurs á morgun en Adda telur það jákvætt fyrir hennar lið að það sé spilað á Hlíðarenda. Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Ég vil bara fá fulla stúku. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á fótbolta að mæta. Full stúka er eitthvað sem við ættum að geta gert. Aðdragandinn að leiknum hefur verið góður og bæði lið hafa komið sér í þá stöðu að gera þetta að úrslitaleik. Við þurfum að vinna leikinn og það er alltaf skemmtilegra þegar annað liðið þarf að sækja til sigurs," sagði Adda.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner