Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fös 04. október 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Adda knúsar hér Fanndísi Friðriksdóttur, leikmann Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Valsliðið hefur átt mjög gott sumar til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að sannast í sumar að þetta eru tvö bestu lið landsins. Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leik, Blika og Valsara og áhugafólk um fótbolta," sagði Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Þessi leikur hefur verið í uppsiglingu síðustu vikur en bæði lið hafa staðist flest próf til að komast hingað.

„Ef við hefðum misstígið okkur í aðdraganda þessa leiks, þá hefði hann ekki verið stór. Þá hefðum við glatað tækifærinu að gera þetta að úrslitaleik. Við höfum bara verið að hugsa um einn leik í einu, eins og gamla klisjan er."

Breiðablik hefði getað orðið Íslandsmeistari í síðustu umferð ef Valur hefði misstigið sig gegn Víkingum. Var mikil pressa fyrir þann leik sérstaklega?

„Nei, ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað. Það komu einhverjar fyrirsagnir um að skjöldurinn gæti farið á loft en það var alltaf í okkar höndum að hann færi ekki á loft. Við sáum til þess að þetta væri úrslitaleikur."

Ég vil bara fá fulla stúku
Valur þarf að sækja til sigurs á morgun en Adda telur það jákvætt fyrir hennar lið að það sé spilað á Hlíðarenda. Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Ég vil bara fá fulla stúku. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á fótbolta að mæta. Full stúka er eitthvað sem við ættum að geta gert. Aðdragandinn að leiknum hefur verið góður og bæði lið hafa komið sér í þá stöðu að gera þetta að úrslitaleik. Við þurfum að vinna leikinn og það er alltaf skemmtilegra þegar annað liðið þarf að sækja til sigurs," sagði Adda.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner