Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fös 04. október 2024 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki í sumar.
Breiðablik fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá N1-vellinum á Hlíðarenda þar sem leikurinn verður á morgun.
Frá N1-vellinum á Hlíðarenda þar sem leikurinn verður á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel og við erum með sjálfstraust. Við ætlum að halda því áfram sem við höfum verið að gera í síðustu sex, sjö leikjum í deildinni," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Breiðablik hefur verið að spila stórkostlega síðustu vikur og er með einu stigi meira en Valur fyrir leikinn.

„Þegar við töpuðum Val hérna fyrir nokkrum vikum þá vissum við að við þyrftum að vinna næstu níu leiki. Við höfum unnið átta og á laugardaginn er sá níundi. Við vissum að við gætum ekki misstigið okkur," sagði Nik.

„Þegar við sáum þennan leik í uppsiglingu, þá held ég að allir hafi viljað hann. Það hefði verið synd ef Valur hefði tapað stigum og það hefði ekkert orðið úr þessum leik. Þetta er það sem allir vildu."

Breiðablik og Valur eru tveir risar í kvennaboltanum en þessi tvö lið hafa ýtt hvort öðru áfram í sumar.

„Við og Valur höfum tekið gæðastigið á næsta stig og við ýtt hvort öðru áfram alla leiðina. Bæði lið hafa þurft að vera á tánum því ef annað liðið missteig sig, þá var hitt liðið að fara að nýta sér það. Það er frábært að við höfum getað ýtt hvort öðrum áfram allt tímabilið."

Margt breyst frá síðasta leik á Hlíðarenda
Blikar töpuðu síðasta leik sínum á Hlíðarenda, 0-1. Margt hefur breyst frá þeim leik en Agla María Albertsdóttir hefur komið til baka úr meiðslum og þá gengu Samantha Smith og Kristín Dís Árnadóttir í raðir Blika. Þær hafa allar verið stórkostlegar síðustu vikur.

„Síðast þegar við spiluðum hérna, þá vorum við slök. Við höfum lagað hluti og frá þeim leik höfum við orðið betri og betri. Það hefur margt breyst fyrir okkur síðan þá. Við höfum bætt meiru við liðið og ég er spenntur að koma hingað á laugardaginn að sækja þrjú stig."

Breiðablik þarf aðeins stig í leiknum en hugurinn er ekki þar. „Það hefur ekki einu sinni verið minnst á það annað en að fólk sé að spyrja spurningar um það. Við erum að koma hingað til að vinna. Það er ekki okkar stíll að leitast eftir jafntefli."

Nýtt áhorfendamet?
Nik vonast auðvitað til að áhorfendametið í efstu deild kvenna verði slegið á morgun. Metið er núna um 1200 manns.

„Ég ætla rétt að vona það (að metið verði slegið). Það á að gera mikið úr þessum leik. En það væri fínt að það væri meiri umfjöllun í gegnum allt tímabilið frá Stöð 2 (rétthafanum) og ÍTF, ekki bara að það sé einn stór leikur. Þá verður áhorfendafjöldinn stærri. Kvennaboltinn er að verða stærri og það á að auglýsa hann betur hér," segir Nik.

„Ég býst við að það verði í kringum 2000 manns á vellinum. Ef ekki, þá þurfum við sem land að líta inn á við og sjá hvað við erum að gera rangt. Ef tvö bestu lið landsins - sem hafa verið að spila frábærlega allt tímabilið - geta ekki fengið 2000 áhorfendur í leik sem skiptir öllu máli, þá er það vandamál."

Nik vonast til að stúkan verði græn á morgun en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner