PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 04. október 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Mest skorað í Bestu deildinni af deildum Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
UEFA birti nýlega skýrslu með ýmsum upplýsingum úr deildarkeppninni í Evrópu 2023/2024, og þar er miðað við deildarkeppnina hjá okkur hér á Íslandi á síðasta tímabili, árið 2023.

Í skýrslunni má m.a. finna þá skemmtilegu staðreynd að á síðasta tímabili voru flest mörk að jafnaði skoruð í hverjum leik í Bestu deild karla af öllum deildum Evrópu, eða 3,46 mörk.

Þetta kemur fram í fréttabréfi ÍTF.

Næst kemur Gíbraltar og því næst koma tvær skemmtilegustu deildir Evrópu að margra mati, þ.e. England og Þýskaland.

Starfstími þjálfara á Íslandi með þeim hæsta
Margt fróðlegt er í skýrslu UEFA um deildirnar og er þar m.a. tekið fyrir hversu lengi þjálfarar hafa verið í starfi hjá einu og sama félaginu. Í mjög mörgum löndum eru þjálfarar í starfi í aðeins 1 ár eða skemur og meðalstarfstími þjálfara hjá sama félaginu er aðeins 1,3 ár.

Austurríki, Aserbaísjan, England, Þýskaland, Ísland, N- Írland, Svíþjóð og Wales eru einu deildirnar þar sem starfstíminn er að jafnaði meira en tvö ár en þjálfarar á Íslandi eru að jafnaði 2,2 ár í starfi sem er með því hæsta í Evrópu.

Lengsti starfstíminn er í N-Írlandi eða 3,6 ár en aðeins 3% þjálfara hafa verið í 5 ár eða lengur í sama starfinu. Þegar samantektin er gerð eru aðeins tvær deildir, Ísland og Belarús með innlenda þjálfara. Það breyttist svo þegar Túfa tók við Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner