Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Augsburg með gott tak á Gladbach
Mynd: EPA

Augsburg 2 - 1 Borussia M.
1-0 Keven Schlotterbeck ('39 )
2-0 Alexis Claude-Maurice ('65 )
2-1 Tim Kleindienst ('72 )


Augsburg nældi í góðan sigur gegn Gladbach í kvöld eftir slæmt 4-0 tap gegn RB Leipzig í síðustu umferð.

Gladbach var mun meira með boltann í fyrri hálfleik en það var Augsburg sem komst yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiksins þegar Kevan Schlotterbeck tók boltann á kassann og smellti honum í netið.

Alexis Claude-Maurice bætti öðru markinu við eftir klukkutíma leik og stuttu síðar tókst Gladbach að minnka muninn en nær komust þeir ekki.

Gladbach hefur gengið afar illa gegn Augsburg á útivelli en þetta var fjórtándi leikur liðanna í röð á heimavelli Augsburg þar sem Gladbach nær ekki í sigur.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 11 3 1 47 13 +34 36
2 Leverkusen 14 8 5 1 32 20 +12 29
3 Eintracht Frankfurt 14 8 3 3 34 20 +14 27
4 RB Leipzig 15 8 3 4 24 20 +4 27
5 Freiburg 14 7 3 4 20 19 +1 24
6 Stuttgart 14 6 5 3 29 24 +5 23
7 Mainz 14 6 4 4 25 19 +6 22
8 Dortmund 14 6 4 4 25 21 +4 22
9 Werder 14 6 4 4 22 24 -2 22
10 Wolfsburg 14 6 3 5 31 25 +6 21
11 Gladbach 14 6 3 5 23 19 +4 21
12 Union Berlin 14 4 5 5 13 15 -2 17
13 Augsburg 14 4 4 6 16 27 -11 16
14 Hoffenheim 14 3 5 6 19 26 -7 14
15 St. Pauli 14 3 2 9 11 19 -8 11
16 Heidenheim 14 3 1 10 18 31 -13 10
17 Holstein Kiel 14 1 2 11 14 37 -23 5
18 Bochum 14 0 3 11 11 35 -24 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner