Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fös 04. október 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill fá Saliba til Real Madrid
Gabriel og Saliba
Gabriel og Saliba
Mynd: Getty Images

Antonio Rudiger, miðvörður Real Madrid, er gríðarlega hrifinn af William Saliba og Gabriel miðvörðum Arsenal en þeir hafa sannað að þeir séu með betri miðvarðarpörum heims í dag.


„Tveir miðverðir sem hafa spilað saman í einhver tvö ár eru að gera stórkostlega hluti. Þeir eru stór hluti af umbyltingunni sem hefur orðið hjá félaginu undanfarið. Þú ert með Gabriel sem er ákveðinn leiðtogi en Saliba er nákvæmur og þögull leiðtogi," sagði Rudiger.

Rudiger dreymir um að fá Saliba til liðs við sig hjá Real Madrid.

„Ég er mjög ánægður með félaga minn Eder Militao því hann var að koma til baka eftir löng meiðsli og er að ná sínu gamla góða formi en það eru margir leikir svo við þurfum að gera skiptingar. Það væri frábært að vera með Saliba," sagði Rudiger.


Athugasemdir
banner
banner