Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 21:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grétar Snær á leið í KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson er á leið í KR frá Fjölni. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá í gær.

Grétar er hávaxinn miðjumaður sem einnig getur spilað sem miðvörður. Hann er örvfættur og gekk í raðir Fjölnis fyrir síðasta tímabil.

Grétar er 23 ára og er uppalinn hjá Haukum en skipti yfir í FH árið 2015. Hann hefur einnig leikið með HK og Víkingi Ólafsvík á Íslandi. Árið 2018 skipti hann yfir til HB í Færeyjum frá FH og lék stórt hlutverk þegar HB landaði færeyska meistaratitlinum.

Grétar lék sautján leiki og skoraði eitt mark þegar Fjölnir endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner