Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrði að ÍA hafi sett hærri tölu í næstu sölu en nokkru sinni áður
Ísak á æfingu hjá U21 landsliðinu.
Ísak á æfingu hjá U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talið barst auðvitað að Ísaki Bergmanni Jóhannessyni í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Mikið er rætt og skrifað um Ísak þessa dagana, en þessi 17 ára gamli Skagamaður er sagður á óskalista stórliða Evrópu eftir að hafa slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð.

Tómas Þór Þórðarson sagði frá því í útvarpsþættinum að samkvæmt sínum heimildarmanni, þá hefði ÍA aldrei sett jafn háa klásúlu þegar kemur að næstu sölu hjá leikmanni sem þeir seldu erlendis.

Tómas skrifaði grein á Vísi þegar Arnór Sigurðsson var seldur frá Norrköping til CSKA Moskvu 2018 að þá hefði ÍA, uppeldisfélag Arnórs, fengið 10 prósent að andvirði sölunnar frá Nörrköping til CSKA. Kaupverðið á Arnóri voru sagðar 4 milljónir evra og fékk því ÍA 50 milljónir króna.

„Ég heyrði það um daginn frá heimildarmanni mínum að Skaginn hefði sett hærri klásúlu í næstu sölu (Ísaks) en nokkru sinni áður," sagði Tómas Þór.

Tómasi finnst líklegt að ÍA muni fá 20 prósent að næstu sölu Ísaks, honum finnst það líkleg tala. ÍA mun græða vel þegar Ísak verður seldur því hann mun ekki fara ódýrt frá Norrköping.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner
banner