Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 04. nóvember 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Torino í leit að fyrsta sigrinum
Genoa og Torino eigast við í frestuðum leik í ítölsku úrvalsdeildinni á þessum miðvikudegi.

Leikurinn átti að fara fram snemma í október en það þurfti að fresta honum. Ekki var hægt að spila hann vegna þess að mikið hópsmit kom upp hjá Genoa.

Leikmenn Genoa eru núna orðnir hressir og geta spilað leikinn. Flautað verður til leiks klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Hvorugt lið hefur farið sérstaklega vel af stað í deildinni, þó Genoa hafi farið betur af stað en Torino, sem er með eitt stig eftir fimm leiki. Torino er í 19. sæti og Genoa í 15. sæti með fimm stig.

miðvikudagur 4. nóvember

Ítalía: Sería A
16:00 Genoa - Torino (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner