Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Roberto Firmino verði á sínum stað í byrjunarliðinu í stórleiknum gegn Manchester City á sunnudaginn.
Diogo Jota tók sæti Firmino í byrjunarliðinu gegn Atalanta í gær og þakkaði fyrir sig með þrennu í 5-0 sigri. Jota hafði skorað þrjú mörk í þremur leikjum áður en kom að leiknum í gær en hann hefur verið í miklu stuði síðan Liverpool keypti hann frá Wolves.
Diogo Jota tók sæti Firmino í byrjunarliðinu gegn Atalanta í gær og þakkaði fyrir sig með þrennu í 5-0 sigri. Jota hafði skorað þrjú mörk í þremur leikjum áður en kom að leiknum í gær en hann hefur verið í miklu stuði síðan Liverpool keypti hann frá Wolves.
Firmino hefur einungis skorað eitt mark á tímabilinu en Klopp kom honum til varnar eftir leikinn í gær þegar hann var spurður að því hvort frammistaða Jota væri að láta hann fá hausverk þegar kemur að vali á byrjunarliði.
„Góð frammistaða lætur mig aldrei fá hausverk. Ég tók þessa ákvörðun í kvöld (í gær) að nýta formið sem Diogo er í og hæfileikar hans hjálpuðu okkur af því að Atalanta spilar og verst á ákveðinn hátt," sagði Klopp.
„Heimurinn er á slæmum stað þegar einhvern nær að láta ljós sitt skína og við tölum strax um annan leikmann sem hefur spilað 500 leiki í röð eða eitthvað slíkt."
„Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef Bobby Firmino væri ekki með okkur og núna þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu. Hann verður í liðinu."
„Fyrir marga í heiminum er það þannig að Liverpool liðið á sunnudag verður sérstakt af því að Bobby Firmino mun spila. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa fleiri en 11 menn og í kvöld hjálpaði Diogo á ótrúlegan hátt með ofur frammistöðu."
„Það segir ekkert um Bobby og þetta lætur mig ekki fá hausverk. Ég er meira ánægður með að strákarnir hafi spilað svona í kvöld."
Athugasemdir