Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. nóvember 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emilía snýr aftur í KR (Staðfest)
Mynd: KR/Mummi Lú
KR tilkynnti í dag að Emilía Ingvadóttir væri búin að skrifa undir samning við félagið.

Hún er varnarmaður, fædd 2002 og er uppalin í KR. Hún kemur frá Fram þar sem hún spilaði í 2. deild 2022 og Lengjudeildinni 2023. Hún var á láni hjá KR frá Fram á síðasta tímabili og hjálpaði KR upp úr 2. deild.


„Erum við mjög ánægð með að hún er aftur búin að skrifa undir samning við KR. Emilía skrifaði undir tveggja ára samning, frá 1. janúar 2025 út keppnistímabilið 2026. Velkomin aftur í KR Emilía," segir í tilynningu KR.

KR féll úr Bestu deildinni 2022 og Lengjudeildinni 2023. Liðið fór upp úr 2. deild í sumar og verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Emilía á að baki 75 leiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað átta mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner