banner
   fös 04. desember 2020 12:05
Magnús Már Einarsson
Kári Árna og Þórður Inga framlengja við Víking
Kári Árnason í leik með Víkingi.
Kári Árnason í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason hefur framlengt samning við Víking R. til tveggja ára og mun leika áfram með uppeldisfélagi sínu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

Kári skrifaði undir nýjan samning á fréttamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu.

Hinn 38 ára gamli Kári kom aftur til Víkings sumarið 2019 eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis. Hann varð bikarmeistari með Víkingi í fyrra.

Þórður Ingason skrifaði einnig undir nýjan tveggja ára samning við Víking í dag. Þórður kom til Víkings frá uppeldisfélagi sínu Fjölni fyrir sumarið 2019.

Hinn 32 ára gamli Þórður var aðalmarkvörður Víkings í fyrra en í ár var hann varamarkvörður á eftir Ingvari Jónssyni sem kom til félagsins síðastliðinn vetur.

Víkingur endaði í tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en félagið hefur í vetur fengið Pablo Punyed til liðs við sig frá KR og Axel Frey Harðarson frá Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner