fös 04. desember 2020 12:48
Magnús Már Einarsson
Kári um landsliðsþjálfara: Skemmtilegu nafni hent í hattinn
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það sé best að ég haldi mér fyrir utan þá umræðu," sagði Kári Árnason þegar Fótbolti.net spurði hann í dag út í næsta landsliðsþjálfara Íslands. Kári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu en hann hefur mögulega leikið sinn síðasta landsleik.

Lars Lagerback var rekinn frá Noregi í gær og hann hefur verið orðaður við endurkomu til Íslands.

„Ég sá skemmtilegu nafni hent inn í hattinn í gær og ég er mikill talsmaður hans. Ég ætla ekki að segja að þeim að ráða hann. Það er hellingur af góðum kostum þarna inni. Guðni (Bergsson) verður að liggja undir feld og taka þá ákvörðun."

Það væri gaman að sjá Lars aftur í Laugardalnum? „Já já. Þetta var það flott og hann er það stór partur af íslenskri fótboltasögu að maður vill ekki eyðileggja það með slökum árangri. ekki það ég hafi nokkra trú á að það verði slakur árangur undir hans stjórn. Hann er ákveðið legend í íslenskum fótbolta og kannski er best að halda því þannig,."

Hefur Kári áhuga á því að koma inn sem hluti af þjálfarateymi landsliðsins? „Ég er opin fyrir að skoða hvað sem er. Ég er ekki endilega á þeim nótunum að fara að þjálfa þó að ég sé að kíkja á að taka þessi próf. Ef þeir telja mig hafa eitthvað til málana að leggja og geta hjálpað þessu liði þá skoða ég það."

Kári segir að grátlegt tap gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM gleymist seint. „Ég kveikti á einhverjum landsleik um daginn og ég held að ég muni ekki geta horft á landsliðið spila. Þetta er það tilfinningatengt. Ég mun aldrei gleyma þessum Ungverjaleik. Engu að síður höfum við upplifað skemmtilega tíma líka og farið á tvö stórmót. Það er óþarfi að væla og frekar horfa á það jákvæða í þessu," sagði Kári.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Kári Árna: Vil frekar enda með gott bragð í munni
Athugasemdir
banner
banner