Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 06:00
Victor Pálsson
Deeney hefur bullandi trú á Dennis
Mynd: EPA
Troy Deeney, fyrrum fyrirliði Watford, var mættur aftur á Vicarage Road á miðvikudag er Watford tapaði 2-1 gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Deeney er 33 ára gamall sóknarmaður sem spilaði með Watford í 11 ár eða frá 2010 til 2021 og skoraði þá 131 deildarmark í 389 leikjum.

Í sumar ákvað framherjinn að færa sig um set og leikur nú fyrir Birmingham í næst efstu deild Englands.

Deeney hélt ræðu fyrir stuðningsmenn Watford fyrir þessa viðureign og talaði þar vel um framherjann Emmanuel Dennis sem kom til félagsins í sumar.

Að sögn Deeney getur Dennis orðið goðsögn hjá Watford en hann hefur nú skorað sex mörk í 13 deildarleikjum.

Þessi 24 ára gamli leikmaður kom frá Club Brugge í sumar þar sem hann lék stórt hlutverk frá 2017 til 2021.

„Goðsagnir knattspyrnufélagsins halda áfram sinn veg og ég er bara nafn," var á meðal þess sem Deeney sagði.

„Þarna er tækifæri fyrir einhvern annan. Ég tel að Dennis sé að spila frábærlega og ef hann heldur sig þarna næstu fimm árin þá gæti hann komist í sama flokk."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner