Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. desember 2022 14:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kennslustund fyrir Bandaríkin - „Stundum fínt að fá smá rassskellingu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bandaríkin féllu úr leik á HM í gær þegar liðið tapaði gegn Hollandi.


Arnar Gunnlaugsson segir í HM stofunni á Rúv að þetta hafi verið góð kennslustund fyrir Bandaríkin sem voru meira með boltann en Hollendingar nýttu skyndisóknirnar vel.

„Þetta var hálfgerð kennslustund. Bandaríkin þurfa að læra að spila fullorðinsfótbolta, þeir voru svolítið barnalegir í sinni nálgun, ekkert ósvipað og Kanadamenn. Það eru fjögur ár til stefnu fyrir bæði þessi lið að mæta sterkari til leiks, stundum er fínt að fá smá rassskellingu á stóra sviðinu af því gefnu að þú lærir af því," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Næsta HM verður haldið í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada og Arnar hefur trú á því að liðin komi sterkari til leiks eftir fjögur ár.


Athugasemdir
banner
banner