Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, bætti í kvöld met Wayne Rooney í ensku úrvalsdeildinni en hann er búinn að skora og leggja upp gegn Newcastle United á St. James' Park.
Salah jafnaði met Rooney í 2-0 sigrinum á Manchester City síðustu helgi með því að skora og leggja upp en það var í 36. sinn sem hann gerir það í deildinni.
Sjáðu stoðsendingu Salah á Jones
Egyptinn lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Curtis Jones í kvöld og var síðan rétt í þessu að jafna metin með góðu marki eftir stoðsendingu Trent Alexander-Arnold og því nýtt met sett.
Salah, sem er 32 ára, er nú kominn með 12 mörk og 8 stoðsendingar í deildinni á tímabilinu, en bæði mörk Liverpool má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Salah
Athugasemdir