Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, var niðurlútur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tapið gegn Fulham í enska bikarnum í gær.
Anthony Knockaert kom Fulham yfir áður en Anwar El-Ghazi jafnaði metin. Harry Arter skoraði svo fallegt mark og tryggði Fulham sigur.
„Liðið var mjög breytt útaf leikjaálagi hjá okkur. Það var ekki mikið að gerast í þessum leik fyrir utan þessi tvö undramörk sem þeir skora og þeir vinna okkur á því," sagði Smith.
„Þó FA-bikarinn skipti okkur miklu þá er þetta ekki í forgang vegna meiðsla og vegna þeirra leikja sem framundan eru. Þetta var tækifæri fyrir leikmenn að sýna mér að þeir vilji vera í liðinu. Sumir gerðu vel og aðrir voru slakir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir