Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 11:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp tekst á við vin sinn Ancelotti: Everton hættulegri
Klopp faðmar hér Ancelotti.
Klopp faðmar hér Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:01 eigast við erkifjendurnir og nágrannarnir Liverpool og Everton í enska bikarnum.

Síðast þegar þessi lið mættust í ensku úrvalsdeildinni þá vann Liverpool 5-2 sigur þar sem Mohamed Salah og Roberto Firmino, lykilmenn í liði Liverpool, byrjuðu á bekknum.

Carlo Ancelotti er nú tekinn við Everton og býst Klopp við erfiðum leik gegn góðum vini.

Klopp og Ancelotti hafa mæst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðustu tvær leiktíðir, en Ancelotti var þá stjóri Napoli. Liverpool vann aðeins einn af fjórum leikjum sínum gegn Napoli í Meistaradeildinni. Þá stýrði Ancelotti Real Madrid til sigurs gegn Dortmund liði Klopp í Meistaradeildinni 2013/14.

Ancelotti hefur hingað til stýrt Everton til sigurs í tveimur leikjum af þremur í ensku úrvalsdeildinni. Eina tapið kom í síðasta leik gegn Manchester City.

„Að Carlo sé kominn aftur í enska boltann er mjög svalt fyrir keppnina og enn svalara fyrir Everton," sagði Klopp í dálki sínum í leikskrá Liverpool fyrir leikinn gegn Everton.

„Ég lít á hann sem vin og hann er stórkostleg manneskja. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna, sem leikmaður og knattspyrnustjóri, og þrátt fyrir það er hann rólegur og auðmjúkur. Hann er fyrirmynd fyrir okkur hina hvað varðar hegðun."

„Hann hefur þegar haft áhrif á Everton, við sjáum þetta í leikgreiningu okkar á þeim. Hann hefur verið sniðugur í að nýta sér þá jákvæðni sem Duncan Ferguson kom með inn í liðið."

„Everton er alltaf erfiður andstæðingur, en þeir eru orðnir hættulegri undir stjórn Carlo."

„En ef ég á að vera hreinskilinn, þá elska ég það. Það bætir við tilefnið. Leikmennirnir mínir hafa mikla þrá og trú fyrir þennan leik. Við viljum vinna hann með öllu sem við höfum," segir sá þýski.

Þess ber að geta að Everton hefur ekki unnið á Anfield frá 1999.
Athugasemdir
banner
banner
banner