Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. janúar 2020 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcus Bent tekur fram fótboltaskóna - Lent í miklum vandræðum
Marcus Bent.
Marcus Bent.
Mynd: Getty Images
Marcus Bent hefur ákveðið að taka fram fótboltaskóna til að spila með Cornard United í ensku utandeildinni.

Bent spilaði með hvorki meira né minna en 17 félögum á ferli sínum, þar á meðal Crystal Palace, Sheffield United og Everton.

Bent lagði skóna á hilluna 2012 og það hefur alls ekki gengið vel hjá honum síðan þá. Hann hefur verið að koma sér í alls konar vandræði.

Á síðasta ári varð hann gjaldþrota, en hann þénaði um 10 milljónir punda á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.

Árið 2016 forðaðist fangelsisdóm þrátt fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn. Bent, úturdópaður á kókaíni, mætti lögregluþjónum ber að ofan vopnaður kjötexi og eldhúshníf. Hann fékk skilorðsbundinn dóm.

Hann lenti þá í vandræðum árið 2017 þegar hann var gripinn með kókaín á sér. Hann fékk fyrir það sekt sem nemur rúmlega 60 þúsund íslenskum krónum.

Hann var eitt sinn talinn mjög efnilegur sóknarmaður og spilaði með U21 landsliði Englands og núna ætlar hann að reyna aftur fyrir sér í boltanum, 41 árs gamall. Hann var á mála hjá utandeildarliðinu Wick 2017/18, en spilaði þá ekki neitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner