Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. janúar 2020 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham á eftir Koulibaly og Fernandes
Powerade
Koulibaly er orðaður við West Ham og Man City.
Koulibaly er orðaður við West Ham og Man City.
Mynd: Getty Images
Inter vill fá Eriksen frá Tottenham núna
Inter vill fá Eriksen frá Tottenham núna
Mynd: Getty Images
Cutrone er mögulega á förum frá Úlfunum.
Cutrone er mögulega á förum frá Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins þennan sunnudaginn. Janúarglugginn er opinn og það er fullt af sögusögnum í gangi. BBC tók saman þessa mola.

Manchester United vill fá James Maddison (23) frá Leicester og er tilbúið að bjóða 45 milljónir punda og miðjumanninn Jesse Lingard (27) í skiptum. (Sunday Mirror)

West Ham mun reyna að berjast við Manchester City um Kalidou Koulibaly (28), miðvörð Napoli á Ítalíu. (Sunday Express)

West Ham hefur komið á fundi við Benfica í vikunni í von um að reyna að fá miðjumanninn Gedson Fernandes (20) á láni. (Record)

Inter vill fá miðjumanninn Christian Eriksen (27) frá Tottenham fyrir 20 milljónir punda í þessum mánuði þrátt fyrir að hann verði fáanlegur á frjálsri sölu næsta sumar. (Sun on Sunday)

Manchester United hefur látið Antonio Conte, stjóra Inter, vita að félagið vilji fá argentíska sóknarmanninn Lautaro Martinez (22) áður en miðjumanninum Paul Pogba (26) verður leyft að fara til Inter. (Sunday Mirror)

Juventus hefur sett sig í samband við Chelsea út af vinstri bakverðinum Emerson (25). (Calciomercato)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, vill fá sóknarsinnaða miðjumanninn James Rodriguez (28) til Goodison Park á láni frá Real Madrid. (Sunday Mirror)

Tottenham vonast til þess að kaupa miðjumanninn Giovani Lo Celso (27), sem er í láni hjá félaginu frá Betis, á 27 milljónir punda í þessum mánuði. (Sun on Sunday)

Crystal Palace ætlar sér að reyna að fá sóknarmannin Cenk Tosun (28) á láni frá Everton. (Mail on Sunday)

Miðvörðurinn Shkodran Mustafi (27) gæti verið á förum frá Arsenal í enda mánaðarins. (Sunday Mirror)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vildi hvorki játa eða neita sögum um að félagið væri að reyna að fá miðvörðinn Merih Demiral (21) frá Juventus. (Mail on Sunday)

Sean Dyche, stjóri Burnley, segir það mjög ólíklegt að aðalliðsleikmenn fari frá félaginu í janúarglugganum. (Lancashire Telegraph)

Troy Parrott (17), efnilegur sóknarmaður Tottenham, mun skuldbinda sig félaginu með því að skrifa undir nýjan samning til langtíma í næsta mánuði. (Evening Standard)

Leeds er komið fram úr Nottingham Forest í baráttunni um að fá sóknarmanninn Che Adams (23) á láni frá Southampton. (Football.Insider)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir það í forgangi að fá sóknarmann í janúar. Félagið hafi nú þegar fengið nokkrar hafnanir. (Sky Sports)

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, vill ekki útiloka það að ítalski sóknarmaðurinn Patrick Cutrone (22) fari frá félaginu í þessum mánuði. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner