Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. janúar 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Andy King til OH Leuven (Staðfest)
Andy King spilaði 94 úrvalsdeildarleiki, 83 með Leicester og 11 með Swansea. Hann er 33 ára gamall.
Andy King spilaði 94 úrvalsdeildarleiki, 83 með Leicester og 11 með Swansea. Hann er 33 ára gamall.
Mynd: Getty Images
OH Leuven er búið að staðfesta félagaskipti Andy King til félagsins. King mun spila fyrir Leuven út tímabilið eftir að hafa verið án félags síðan í sumar.

Velski miðjumaðurinn yfirgaf Leicester í sumar þegar hann rann út á samningi eftir sextán ára dvöl hjá félaginu. King, sem á 50 leiki að baki fyrir Wales, skoraði 62 mörk í 379 leikjum með Leicester.

Leuven er systurfélag Leicester þar sem Aiyawatt Srivaddhanaprabha á bæði félögin. Leuven er í sjötta sæti í belgísku deildinni sem stendur, tíu stigum eftir toppliði Club Brugge og aðeins fjórum stigum frá þriðja sætinu.

Þrír lánsmenn frá Leicester eru þegar hjá Leuven. Þeir eru Josh Eppiah, Kamal Sowah og Daniel Iversen. King gæti þó reynst algjör lykilmaður.

King var lánaður til Swansea, Derby, Rangers og Huddersfield undir lokin á samningi sínum hjá Leicester. Hann vann C-deildina, Championship og úrvalsdeildina með félaginu á aðeins sjö ára kafla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner