Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. janúar 2021 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Deildabikarinn: Tottenham í úrslit
Mynd: Getty Images
Tottenham 2 - 0 Brentford
1-0 Moussa Sissoko ('12)
2-0 Son Heung-min ('70)
Rautt spjald: Josh Dasilva, Brentford ('84)

Tottenham Hotspur er komið í úrslitaleik deildabikarsins eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Brentford.

Jose Mourinho tefldi fram afar sterku byrjunarliði sem átti þó erfitt með Championship-liðið. Leikurinn var nokkuð jafn en gæðamunur liðanna augljós og skoraði Moussa Sissoko fyrsta markið strax á tólftu mínútu, með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Sergio Reguilon.

Ivan Toney kom knettinum í netið í síðari hálfleik og hélt hann væri búinn að jafna fyrir Brentford en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Sjö mínútum síðar tvöfaldaði Son Heung-min svo forystu Tottenham eftir frábæran sprett upp völlinn.

Á lokakaflanum fékk Josh Dasilva, miðjumaður Brentford, beint rautt spjald fyrir óheppilegt en afar ljótt brot á Pierre-Emile Höjbjerg. Dasilva var óheppinn að brjóta af sér en takkarnir voru langt frá jörðinni og fóru beint í fótlegg Höjbjerg.

Tottenham mætir annað hvort Manchester United eða City í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner