Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 05. janúar 2022 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Chelsea og Tottenham: Lukaku byrjar
Mynd: EPA
Það er Lundúnarslagur í enska deildarbikarnum í kvöld er Chelsea og Tottenham mætast. Antonio Conte stjóri Tottenham snýr aftur á Brúnna. Byrjunarlið liðanna eru komin í hús.

Matt Doherty er í byrjunarlið Tottenham en hann er að leika sinn fimmta leik á tímabilinu. Þá er þríeykið á sínum stað í fremstu víglínu; Lucas Moura, Son og Kane.

Hjá Chelsea er Kepa kominn í markið en Mendy er farinn á Afríkumótið. Babacar Sarr er í miðverði og Romelu Lukaku sem komst í heimsfréttirnar fyrir að gagnrýna Thomas Tuchel er kominn aftur í byrjunarliðið.

Hann var ekki í hóp gegn Liverpool um helgina vegna viðtalsins.

Chelsea: Arrizabalaga, Rudiger, Sarr, Azpilicueta, Ziyech, Jorginho, Saul, Alonso, Mount, Lukaku, Havertz.

Tottenham: Lloris, Emerson, Tanganga, Sanchez, Davies, Doherty, Hojbjerg, Skipp, Lucas, Son, Kane.
Athugasemdir
banner