Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. janúar 2022 14:20
Elvar Geir Magnússon
Samkomutakmarkanir í Afríkukeppninni
Mynd: Getty Images
Áhorfendatakmarkanir verða í Afríkukeppninni sem fer af stað á sunnudag en mótið fer fram í Kamerún. Á leikjum heimamanna mega áhorfendur sitja í 80% sæta en á öðrum leikjum má sitja í 60% sæta.

Þessi ákvörðun var tekin af afríska fótboltasambandinu eftir að það hafði ráðlagt sig við stjórnvöld í Kamerún vegna veirufaraldursins.

Áhorfendur verða að vera fullbólusettir og framvísa neikvæðri niðurstöðu til að komast í stúkuna.

Aðeins 2% af fólki í Kamerún hefur fengið báða bóluefnaskammtana en samkvæmt fréttum fjölgar fólki sem er að reyna að fá bólusetningu.

Kamerún spilar opnunarleik gegn Búrkína Fasó á Olembe leikvangnum á sunnudag en hann tekur 60 þúsund áhorfendur.

Veiran lætur á sér kræla í aðdraganda mótsins, fyrr í dag var fjallað um hópsmit hjá Senegal en einnig eru vandamál í herbúðum Grænhöfðaeyja. Þar eru mörg smit en þjálfarinn Bubista er þar á meðal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner