Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Arsenal: Engin breyting hjá Arteta
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Newcastle United tekur á móti Arsenal í undanúrslitaleik enska deildabikarsins í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Bæði lið mæta til leiks með sterk byrjunarlið eftir að Newcastle vann fyrri viðureignina óvænt á Emirates leikvanginum.

Newcastle vann 0-2 fyrir mánuði síðan og gerir Eddie Howe þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja, þar sem Bruno Guimaraes, Fabian Schär og Kieran Trippier koma inn fyrir Joelinton, Joe Willock og Tino Livramento.

Newcastle virðist mæta til leiks með fimm manna varnarlínu þar sem lærisveinar Howe reyna að halda forystunni til að koma sér í úrslitaleikinn. Howe gerir tvær breytingar frá 1-2 tapi gegn Fulham um helgina.

Mikel Arteta teflir fram sama liði og rúllaði yfir Manchester City um helgina, sem er nákvæmlega sama lið og tapaði 0-2 í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Newcastle.

Sigurvegari kvöldsins mætir annað hvort Liverpool eða Tottenham í úrslitaleik deildabikarsins.

Newcastle: Dubravka, Trippier, Burn, Botman, Schar, Hall, Tonali, Guimaraes, Murphy, Gordon, Isak.
Varamenn: Pope, Livramento, Targett, Krafth, Longstaff, Willock, Miley, Wilson, Osula.

Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Lewis-Skelly, Partey, Rice, Odegaard, Trossard, Martinelli, Havertz.
Varamenn: Setford, Calafiori, Zinchenko, Tierney, Kiwior, Jorginho, Merino, Nwaneri, Sterling
Athugasemdir
banner
banner
banner