Newcastle United tekur á móti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum á St. James' Park klukkan 20:00 í kvöld.
Staða Newcastle er góð. Liðið vann góðan 2-0 sigur á Emirates-leikvanginum og á nú frábæran möguleika á að komast í úrslit keppninnar í annað sinn á tveimur árum.
Newcastle komst í úrslit árið 2023 en tapaði þá fyrir Manchester United.
Sjö ár eru liðin frá því Arsenal komst síðast í úrslit og eru þá 32 ár liðin frá því liðið vann síðast keppnina.
Leikur dagsins:
20:00 Newcastle - Arsenal
Athugasemdir