Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gætu ekki tekist á við að missa Van Dijk
Virgil van Dijk faðmar hér Mohamed Salah.
Virgil van Dijk faðmar hér Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Af þeim sem eru að verða samningslausir hjá Liverpool, þá má félagið minnst við því að missa Virgil van Dijk.

Þetta er álit John Barnes, goðsagnar hjá félaginu.

Van Dijk er að verða samningslaus eftir tímabilið en það sama á við um Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Lítið hefur heyrst af því að þessir leikmenn séu að fara að framlengja.

„Við viljum að þeir verði allir áfram en ef þú þyrftir að setja þá í röð, þá myndi ég segja að Virgil sé mikilvægastur," sagði Barnes.

„Ég held að við gætum ekki tekist á það að missa hann. Virgil er mikilvægastur."
Athugasemdir
banner
banner