Kristófer Orri Pétursson er genginn í raðir KR frá Gróttu og skrifar undir eins árs samning í Vesturbænum.
Kristófer (1998) er sóknarmaður sem uppalinn er hjá Gróttu og hefur spilað allan sinn feril með uppeldisfélaginu, alls 200 leiki og þar af voru 18 í efstu deild tímabilið 2020. Hann var fyrirliði Gróttu á síðasta tímabili.
KR hefur verið með þrjá framherja í sínum leikmannahópi í vetur en það eru þeir Eiður Gauti Sæbjörnsson, Jakob Gunnar Sigurðsson og Óðinn Bjarkason. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mjög líklegt að þeir Óðinn og Jakob verði lánaðir frá félaginu.
Kristófer þekkir vel til þjálfara KR, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, eftir að hafa leikið undir hans stjórn tímabilin 2018-19.
Kristófer (1998) er sóknarmaður sem uppalinn er hjá Gróttu og hefur spilað allan sinn feril með uppeldisfélaginu, alls 200 leiki og þar af voru 18 í efstu deild tímabilið 2020. Hann var fyrirliði Gróttu á síðasta tímabili.
KR hefur verið með þrjá framherja í sínum leikmannahópi í vetur en það eru þeir Eiður Gauti Sæbjörnsson, Jakob Gunnar Sigurðsson og Óðinn Bjarkason. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mjög líklegt að þeir Óðinn og Jakob verði lánaðir frá félaginu.
Kristófer þekkir vel til þjálfara KR, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, eftir að hafa leikið undir hans stjórn tímabilin 2018-19.
„Við bjóðum Kristófer velkominn í KR og hlökkum til að sjá hann í röndóttu í sumar," segir í tilkynningu KR.
Komnir
Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni
Halldór Snær Georgsson frá Fjölni
Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki
Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi (keyptur síðasta sumar)
Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK
Atli Hrafn Andrason frá HK
Vicente Valor frá ÍBV
Róbert Elís Hlynsson frá ÍR
Hjalti Sigurðsson frá Leikni
Matthias Præst frá Fylki
Kristófer Orri Pétursson frá Gróttu
Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu
Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni
Farnir
Benoný Breki Andrésson til Stockport
Theodór Elmar Bjarnason hættur og orðinn aðstoðarþjálfari
Atli Sigurjónsson
Alex Þór Hauksson til Stjörnunnar
Axel Óskar Andrésson í Aftureldingu
Guy Smit í Vestra
Lúkas Magni Magnason
Eyþór Aron Wöhler í Fylki
Hrafn Guðmundsson til Stjörnunnar
Rúrik Gunnarsson til HK
Viktor Orri Guðmundsson í Gróttu
Athugasemdir