Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 05. apríl 2020 19:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Gundogan: Lewandowski er besti framherji í heimi
Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, hrósaði sínum gamla samherja Robert Lewandowski þegar hann ræddi við þýska fjölmiðilinn DAZN á dögunum.

Félagarnir léku saman hjá Dortmund á sínum tíma, Lewandowski fór frá félaginu árið 2014 og Gundogan fór svo tveimur árum síðar. Hann sparar ekkert hrósið til síns fyrrum liðsfélaga og segir hann vera besta framherja í heimi.

„Það var frábært að spila með honum, hann hefur alltaf verið mjög teknískur en nú er hann einnig mjög yfirvegaður fyrir framan markið. Hvernig hann klárar færin sín oft er stórkostlegt að sjá."

„Fyrir mitt leyti er hann besti framherji í heimi um þessar mundir," sagði Ilkay Gundogan.

Athugasemdir
banner
banner
banner