Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 05. apríl 2021 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Birkir byrjaði í mjög svekkjandi jafntefli
Dýrt í umspilsbaráttunni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Reggiana 2 - 2 Brescia
0-1 F. Aye ('30)
1-1 L. Zamparo ('47)
1-2 A. Mateju ('79)
2-2 I. Varone ('90+6)

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia sem heimsótti Reggiana í ítölsku B-deildinni í dag.

Heimamenn í Reggiana voru mun betri í fyrri hálfleik en varnarleikur Brescia var góður. Þá tókst Florian Aye að skora með einu marktilraun Brescia í fyrri hálfleik og staðan 0-1 í leikhlé.

Heimamenn jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks og var Birki skipt útaf á 63. mínútu, enda á gulu spjaldi.

Staðan var jöfn 1-1 þar til á 79. mínútu þegar Ales Mateju kom Brescia yfir. Allt stefndi í sigur gestanna en á sjöttu mínútu uppbótaríma jafnaði varamaðruinn Ivan Varone metin fyrir heimamenn.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður hjá Brescia.

Brescia er í harðri umspilsbaráttu. Liðið jafnaði er tveimur stigum á eftir Chievo í baráttunni um síðasta sætið í umspilinu. Chievo á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner