Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. apríl 2021 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Leikmenn Valencia gengu af velli
Mynd: Getty Images
Valencia mætti Cadiz í spænsku deildinni í gær og eftir um hálftíma leik gengu leikmenn Valencia af velli útaf meintu kynþáttaníði.

Juan Cala, varnarmaður Cadiz, lenti þá saman við Mouctar Diakhaby, miðjumann Valencia, og urðu orðaskipti þeirra á milli. Eftir orðaskiptin varð Diakhaby augljóslega brjálaður.

Diakhaby segir að Cala hafi kallað sig 'helvítis negra' og gengu leikmenn Valencia af velli. Þeir voru í búningsklefanum í um fimm mínútur áður en þeir komu aftur á völlinn.

Diakhaby missti stjórnar á skapi sínu og var skipt af velli eftir atvikið. Báðir fengu þeir gult spjald en Cala var áfram á vellinum þar til honum var skipt útaf í hálfleik.

Sjá einnig:
Leikmenn Valencia gengu af velli vegna kynþáttaníðs
Spánn: Cadiz vann Valencia - Gestirnir gengu af velli í fyrri hálfleik

Valencia Players Walk Off The Pitch After Alleged Racial Slur (Full Altercation) ( Reupload ) from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner