Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. maí 2021 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Afturelding fær reyndan leikmann frá Spáni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding var að krækja í reyndan leikmann frá Spáni sem er kantmaður en getur einnig spilað á miðjunni. Sá heitir Pedro Vazquez, er 32 ára gamall og uppalinn hjá Celta Vigo.

Pedro á tæplega 300 leiki að baki í spænsku C-deildinni auk leikja í B-deildinni. Í vetur hefur hann verið að spila með Coruxo í C-deildinni en hefur nú yfirgefið félagið til að flytja í Mosfellsbæ.

„Ég hlakka til og ég er mjög ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun," sagði Pedro eftir undirksriftina.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, tjáði sig um þennan nýja leikmann. „Pedro hefur allan sinn feril spilað með öflugum liðum á Spáni og hann kemur með mikla reynslu og gæði inn í leikmannhópinn. Við bindum miklar vonir við hann."

Afturelding leikur í Lengjudeildinni í sumar og verður spennandi að fylgjast með Pedro.

Afturelding hefur samið við Pedro Vázquez um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Pedro er 32 ára gamall...

Posted by Knattspyrnudeild Aftureldingar on Miðvikudagur, 5. maí 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner