Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ferðalögin verða töff og þetta verður jafnara en menn halda"
Bjarnabóarnir
Bjarnabóarnir
Mynd: VF-myndir: Pket
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spáin kemur ekkert sérlega að óvart. Liðið var við toppbaráttuna í fyrra. Undirbúningstímabilið hefur gengið bærilega og liðið orðið nokkuð vel mannað," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, spurður hvort spáin kæmi sér eitthvað á óvart. Njarðvík er spáð 2. sætí í 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 2. sæti

Hvernig líst þér á deildina í sumar?

„Hörku deild, mörg lið gera tilkall að fara upp. Undanfarin 3 ár hafa 3-4 lið átt sjéns að fara upp fyrir síðustu umferð mótsins, held að þar verði engin breyting á. Mér finnst fleiri lið leggja meiri metnað í þetta og ætla að gera vel. Ferðalögin verða töff og þetta verður jafnara en menn halda."

Hver eru markmið Narðvíkur í sumar?

„Að vera í toppbráttunni og vonandi skilar það okkur upp um deild."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá leikmenn inn?

„Leikmannhópurinn er alltaf í skoðun og eigum hugsanlega eftir að bæta í hann."

Hvernig líst þér á að mæta Þrótti V. og Reyni í nágrannaslag?

„Stemning og spenna er það sem menn elska í þessari íþrótt. Þessir leikir skapa mikið fjör. Vonandi mega sem flestir áhorfendur mæta á leikina því þeir eru ómissandi í þessum leikjum."

Verða það alger vonbrigði ef liðinu tekst ekki að fara upp?

„Veit það nú ekki, fer eftir hvernig mótið þróast. Hugsa að menn verði spældir," sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner