Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 09:02
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu gæsahúðarstiklu úr myndinni um Sir Alex
Mynd: Getty Images
Þann 27. maí verður frumsýnd ný heimildarmynd í Bretlandi sem fjallar um Sir Alex Ferguson og er leikstýrð af syni hans. Myndin ber heitið 'Sir Alex Ferguson: Never Give In' eða 'Gefðu aldrei eftir'.

Í myndinni rifjar Sir Alex upp minningar frá ævi sinni, innan sem utan vallar. Fjallað verður um leikmannaferil hans í Skotlandi og sigurgöngu hans með Manchester United.

Sir Alex hætti sem knattspyrnustjóri 2013 og fór í aðgerð vegna heilablæðingar þann 5. maí 2018. Hann var marga daga á sjúkrahúsi.

Í heimildarmyndinni verða myndir sem ekki hafa komið í dagsljósið áður og rætt er við fjölskyldumeðlimi hans. Eric Cantona, Ryan Giggs og Gordon Strachan koma einnig við sögu í myndinni.

Sir Alex Ferguson var stjóri Manchester United í 26 og hálft ár og vann 38 titla, þar á meðal 13 Englandsmeistaratitla og tvo Meistaradeildartitla.


Athugasemdir
banner