Keflavík vann frábæran sigur gegn Þór/KA í annarri umferð Bestu deildar kvenna og á þrjú fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni.
Jonathan Glenn er þjálfari umferðarinnar og Dröfn Einarsdóttir og Sandra Voitane eru fulltrúar Keflavíkur í liði umferðarinnar.
Jonathan Glenn er þjálfari umferðarinnar og Dröfn Einarsdóttir og Sandra Voitane eru fulltrúar Keflavíkur í liði umferðarinnar.
Markvörðurinn efnilegi, Fanney Inga Birkisdóttir, er að fá traustið hjá Val og er hún í liði umferðarinnar í annað sinn. Hún er eini leikmaðurinn sem er í liðinu í annað sinn. Liðsfélagar hennar, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elísa Viðarsdóttir, eri einnig í liðinu.
Sæunn Björnsdóttir skoraði stórglæsilegt mark er Þróttur vann Selfoss á útivelli í gær og er í liði umferðarinnar. Mikenna McManus var einnig öflug hjá Þrótti.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn ÍBV og er í úrvalsliðinu, líkt og Sædís Rún Heiðarsdóttir sem átti góðan leik í Garðabænum.
Þá eru Andrea Rut Bjarnadóttir og Taylor Marie Ziemer í liðinu eftir 0-3 sigur Breiðabliks gegn Tindastóli.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Athugasemdir