Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Tíu ár frá Stjörnufögnunum - Endurkoma í sumar?
Halldór Orri Björnsson og Jóhann Laxdal fagna marki.
Halldór Orri Björnsson og Jóhann Laxdal fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í ár eru tíu ár liðin síðan Stjörnumenn vöktu heimsathygli fyrir fögn sín í leikjum liðsins. Fjölmiðlar víða um heim sýndu fögnunum mikinn áhuga og leikmenn liðsins fóru bæði til Englands og Þýskalands í sjónvarpsþætti.

Erlend fyrirtæki óskuðu einnig eftir samstarfi við Stjörnuna út af fögnunum.

Halldór Orri Björnsson var einn af leikmönnunum sem tóku þátt í fögnunum.

„Þetta var helvíti skemmtilegur tími. Það er spurning hvort það sé kominn tími á reunion. Tíu ára afmæli fagnanna. Við sjáum til, ég ætla ekki að lofa neinu" sagði Halldór Orri í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í dag.

Auk Halldórs Orra eru bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal ennþá hjá Stjörnunni í dag en þeir tóku þátt í fögnunum á sínum tíma.

Hér að neðan má rifja upp fögnin hjá Stjörnunni árið 2010.



Niðurtalningin - Reynsluboltar úr Garðabænum
Athugasemdir
banner
banner
banner