Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 05. júní 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Berglind Björg ólétt og spilar ekki í sumar
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikið hefur verið rætt um framtíð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur þar sem talið var að hún kæmi heim til Íslands að spila fótbolta í sumar á lánssamningi frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain.


Berglind var orðuð við Stjörnuna en nú er ljóst að hún var aldrei á leið þangað þar sem hún á von á sínu fyrsta barni og er komin nokkra mánuði á leið.

Það er því ljóst að Berglind spilar ekki fótbolta í sumar og líklega ekki fyrr en á næsta ári.

Berglind segir þó í Instagram færslu að hún sé alls ekki hætt í fótbolta.

Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG en hefur ekki komið við sögu í leik með félaginu síðan í september. Hún var síðast í leikmannahópi PSG 16. apríl og hefur aðeins tvisvar sinnum verið í hópi liðsins í keppnisleik á árinu.


Athugasemdir
banner