Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. júlí 2020 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KFG upp í annað sætið eftir sigur á Stólunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 1 - 3 KFG
1-0 Arnar Ólafsson ('45)
1-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('47)
1-2 Kristján Gabríel Kristjánsson ('65)
1-3 Birgir Ólafur Helgason ('39)

KFG gerði góða ferð á Sauðárkrók í 3. deild karla í kvöld. Þeir lögðu Tindastól að velli.

Það voru hins vegar Stólarnir sem komust yfir rétt fyrir leikhlé þegar Arnar Ólafsson skoraði. Tindastóll leiddi 1-0 í hálfleik, en gestirnir mættu áræðnir í seinni hálfleikinn.

Jóhann Ólafur Jóhannsson jafnaði á 47. mínútu og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Kristján Gabríel Kristjánsson annað mark KFG.

Birgir Ólafur Helgason gulltryggði svo sigurinn fyrir KFG með marki á 90. mínútu. Lokatölur 3-1 fyrir gestina úr Garðabæ sem er núna með sex stig í öðru sæti deildarinnar. Tindastóll er með fjögur stig í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner