Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: KFR og KÁ skelltu sér upp að toppnum
Markaskorarar KÁ eftir sigur á Skallagrími.
Markaskorarar KÁ eftir sigur á Skallagrími.
Mynd: KÁ
Það var leikið í 4. deild karla í dag og fórum fram fimm leikir í þremur mismunandi riðlum.

A-riðill:
Uppsveitir unnu sinn annan sigur í sumar þegar þeir fengu Afríku í heimsókn. Guðjón Örn Sigurðsson skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Uppsveitir eru með sex stig eftir fjóra leiki og er Afríka án stiga með markatöluna 0:13.

Uppsveitir 1 - 0 Afríka
1-0 Guðjón Örn Sigurðsson ('55)

B-riðill:
Aron Daníel Arnalds skoraði þrennu fyrir KFR þegar liðið vann útisigur gegn Álafossi í hörkuleik. Tvö af mörkum Arons komu af vítapunktinum. KFR er með sjö stig á toppi riðilsins og er Álafoss með eitt stig í næst neðsta sæti.

Álafoss 2 - 3 KFR
1-0 Markaskorara vantar
1-1 Aron Daníel Arnalds
1-2 Aron Daníel Arnalds
2-2 Markaskorara vantar
2-3 Aron Daníel Arnalds

C-riðill:
Það fóru fram þrír leikir í C-riðli. KÁ komst upp að hlið Ísbjarnarins á toppi riðilsins með góðum heimasigri á Skallagrími, sem hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína fyrir leikinn í dag. Haukar eru núna með tíu stig eins og Ísbjörninn. Hamar er með níu stig eins og Skallagrímur eftir útisigur á Berserkjum, 2-3. Þá unnu Samherjar sinn annan sigur í sumar á útivelli gegn KFB.

KÁ 3 - 2 Skallagrímur
1-0 Jón Eyjólfur Guðmundsson ('25)
2-0 Egill Örn Atlason ('30)
3-0 Sjálfsmark ('35)
3-1 Declan Redmond ('74)
3-2 Viktor Ingi Jakobsson ('75)

Berserkir 2 - 3 Hamar
0-1 Ísak Leó Guðmundsson ('12)
0-2 Pétur Geir Ómarsson ('36)
0-3 Oskar Dagur Eyjólfsson ('77)
1-3 Gunnar Jökull Johns ('82, víti)
2-3 Andri Steinn Hauksson ('90)

KFB 0 - 1 Samherjar
0-1 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson ('64)
Rautt spjald: Fjölnir Brynjarsson, Samherjar ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner