Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr því að vinna deildina í fallbaráttu á tveimur árum
Lengjudeildin
Þessi mynd lýsir tímabilinu nokkuð vel hjá Gróttu.
Þessi mynd lýsir tímabilinu nokkuð vel hjá Gróttu.
Mynd: Raggi Óla
Eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni í fyrra er Grótta að sogast niður í fallbaráttu í Lengjudeildinni í sumar.

Eftir níu leiki spilaða er Grótta með átta stig, aðeins einu stigi frá fallsvæði.

Í Innkastinu í síðasta mánuði var rætt um það að Grótta gæti verið í brasi í félagaskiptaglugganum þar sem liðið væri um miðja deild og með marga frambærilega leikmenn.

„Grótta gæti verið í brasi í glugganum, með að halda mönnum. Það er auðveld bráð því þeir eru ekki að fara að gera neitt en þeir eru samt með flotta stráka," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Staðan hefur breyst núna því Grótta er bara komið í bullandi fallbaráttu og þarf á sínum bestu leikmönnum að halda.

„Grótta er bara í frjálsu falli," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Maður hélt að þeir yrðu í fimmta sæti. Það eru margir - við meðal annars - búnir að benda á það að breytingin á liðinu sem fór upp og spilaði í efstu deild er ekki mikil. Það vantar Axel Frey og eitthvað. Þetta er lið sem vann næst efstu deild fyrir tveimur árum og var efstu deild á síðustu leiktíð. Það er komið í fallbaráttu í Lengjudeildinni," sagði Tómas Þór.

„Það er rosalegt," sagði Elvar Geir. Grótta á leik við Víking Ólafsvík í kvöld en það er leikur sem Gróttumenn eiga svo sannarlega að vinna.
Útvarpsþátturinn - Íslenski boltinn og Ítalía á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner