Spánn mætir Ítalíu í undanúrslitum EM á morgun. Spánverjar hafa leikið flestar mínútur á mótinu, unnu Króatíu í 16-liða úrslitum eftir framlengingu og Sviss í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni.
                
                
                                    Spánn hefur skorað flest mörk á mótinu en fimm af tólf mörkum komu gegn Slóvakíu í síðasta leik riðilsins.
Liðið átti 28 skot gegn Sviss þar af 10 á markið en Unai Simon markvörður Spánverja bjargaði þeim oft og var valinn maður leiksins. Liðið hefur átt 69 fleiri sóknir en næsta lið.
Alvaro Morata framherji liðsins hefur klikkað á mörgum góðum færum og hefur það gengið svo langt að fjölskyldan hans hefur fengið hótanir vegna frammistöðu hans. Gerard Moreno annar framherji liðsins skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir Villarreal á tímabilinu en hann hefur ekki náð sér á strik.
Spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur áhyggjur af þessu og einnig skorti á sköpun á miðjunni en liðið hefur átt 3856 heppnaðar sendingar, 1515 fleiri en næsta lið.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                
